AGENT.IS kynnir....
Nú er haustið að detta inn og þá byrjar partýið! Við byrjum veisluna á að fá einn vinsælasta tónlistarmann landsins til okkar. Black Eyed Peas buðu honum með sér á svið á Secret Solstice og lagið hans "Allt það sem ég var" hefur verið eitt heitasta lag landsins síðustu vikurnar. Við erum að sjálfssögðu að tala um ARON CAN en hann kemur fram næstkomandi laugardagskvöld á H30, Keflavík!
FORSALA HEFST Á ÞRIÐJUDAGINN Á MIÐI.IS og mun vera ódýrara í forsölu en þó takmarkað magn miða í boði. Einnig kemur forsölumiðinn þér framfyrir röð! Aldurstakmark er 18+.