Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Hljómsveitin BUFF fagnar 20 árum í Alþýðuhúsinu - Tónleikar

$
0
0

Hljómsveitin Buff fagnar 20 ára afmæli í vetur. 

Buffið hefur verið frá byrjun ein vinsælasta ballhljómsveit landsins. Á þessum 20 árum hefur sveitin tekið þátt í sjónvarpsþáttum eins og Það var lagið, og Singing Bee. Gefið út fjórar breiðskífur ásamt fjölda laga á safnplötum. Sungið bakraddir á ýmsum stórtónleikum og spilað á öllum stærstu sviðum landsins. 

Á þessum 20 árum hefur Buffið þó aldrei haldið tónleika með eigin efni, og er því við hæfi að gera það á afmælisárinu. Á afmælistónleikum Buffsins munu meðlimir sveitarinnar fara í gegnum söguna í tónum og tali. Frá mörgu er að segja og má því búast við skemmtilegri kvöldstund með lögum Buffsins og öllum sögunum frá þessum 20 árum. 

Meðlimir Buff á 20 ára afmælinu eru: 

Einar Þór Jóhannsson 
Hannes Friðbjarnarson
Haraldur V. Sveinbjörnsson
Karl Olgeirsson
Pétur Örn Guðmundsson 
og Stefán Örn Gunnlaugsson. 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696