Laugardagsdjazz á Gamla Kaupfélaginu
Saxófónleikarinn Sigurður Flosason hefur undanfarin fjögur ár átt í samstarfi við þrjá af fremstu jazztónlistarmönnum Lúxemborgar. Píanóleikarinn Michel Reis, bassaleikarinn Marc Demuth og trommuleikarinn Jeff Herr eru allir í fremstu röð í sínu heimalandi. Saman hefur kvartettinn spilað talsvert í Evrópu og nýlega sent frá sér diskinn „Here and now“ en hann kom út hjá Double moon útgáfunni í Þýskalandi fyrr á árinu og hefur hlotið fína dóma.
Frábær kvöldstund framundan.
Miðasala á midi.is og við inngang og er miðaverð kr. 2.500.
Alto sax player Sigurður Flosason has collaborated with three of the most prominent jazz musicians in Luxembourg for the past four years. Pianist Michel Reis, bassist Marc Demuth and drummer Jeff Herr are all at the forefront of the jazz scene in their own country. The quartet has kept a quite busy schedule playing in Europe and recently released the album “Here and now” (Double Moon Records, Germany) which has gotten great reviews.