Guðrún Gunnars söngkona og hljómsveit flytja lög sem þau hafa spilað saman síðusta áratuginn og hljóðritað.
Lagalistinn verður dásamlegur kokkteill , blanda af íslenskum,norrænum írskum og skoskum lögum. Gestir munu heyra lög eftir Hvergerðinginn Bergþóru Árnadóttur, Þingeyinginn Aðalstein Ásberg, hin norsku frábæru Bremnes systkin og marga fleiri eðalhöfunda.
Guðrún flytur einnig lög eftir sænsk/Hollenska söngvaskáldið Cornelis Vreeswijk og gömlu góðu íslensku dægurlögin verða heldur ekki langt undan. Sem sagt eitthvað fyrir alla.
Hljómsveitina skipa þeir:
Ásgeir Ásgeirsson - gítar
Gunnar Gunnarsson - píanó
Hannes Friðbjarnarson - slagverk
Þorgrímur Jónsson - kontrabassi.