Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Tríó Cracovia -

$
0
0
Mynd

Tríó Cracovia
Tríó „Cracovia“ var stofnað árið 1996 af þrem vinum, fiðluleikaranum Krzystkof Smietana, sellóleikaranum Julian Tryczynski og píanóleikaranum Jerzy Jacek Tosik-Warszawiak. Allir þeir eru fæddir í Kraká og hafa þar lokið háskólaprófi við Tónlistar Akademíuna. Þegar tríóið var stofnað bjuggu þeir í sitt hvoru landinu, Krzystkof Smietana í London þar sem hann starfaði sem prófesor í Guildhall School of Music and Drama, Julian Tryczynski bjó í Winchester í Bandaríkjunum og starfaði sem prófessor í Háskóla þar en Jacek Tosik - Warszawiak bjó á Íslandi þar sem hann starfaði í Tónlistarskóla Borgarnes.

Hugmynd að stofnun tríósins var að feta í fótspor „Tríó Kraków“ sem var þekkt í Póllandi á sjötta og sjöunda áratug síðust aldar. Tilraunin gekk vel og kom Tríóið fram á sínum fyrstu tónleikum árið 1997. Tríóið hefur haldið fjölda tónleika m.a. í Póllandi, Englandi, Þýskalandi, Kanada og á Íslandi auk þess að hafa tekið þátt í tónlistarhátíðum víða um heim. Í maí 2001 lék tríóið á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í Glerárkirkju.

Tríó „Cracovia“ hefur gefið út alls 5 plötur með 13 tríóum frá klassik til nútímatónlistar
Á þessum tónleikum er nýr fiðluleikari að koma fram með tríóinu, Wieslaw Kwasny, sem er prófessor í Tónlistar Akademíu í Kraków.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696