Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Skilaboðaskjóðan í konsertuppfærslu - Fjölskyldusýning

$
0
0

Ungdeild Söngskólans í Reykjavík setur upp Skilaboðaskjóðuna í konsertuppfærslu, eftir Jóhann G. Jóhannsson, við texta Þorvaldar Þorsteinssonar. 

Skilaboðaskjóðan er skemmtileg fjölskyldusýning sem allir ættu að hafa gaman af, falleg tónlist og lífleg saga. Sagan er um Putta og Möddumömmu, sem eiga heima í Ævintýraskógi. Nátttröll rænir Putta og ætlar að breyta honum í tröllabrúðu, en íbúar skógarins, dvergarnir, Mjallhvít og Rauðhetta, vilja bjarga honum. Mikið kapp er lagt á að gera það, áður en sólin sest. Hins vegar vilja Nornin, Úlfurinn og Stjúpan ekki hjálpa Putta, og þá eru góð ráð dýr!

Ungdeild Söngskólans í Reykjavík er sívaxandi deild innan skólans. Nemendur deildarinnar eru 28 talsins á aldrinum 11 – 16 ára. Auk söngtíma og samsöngs, sækja þau einnig tónfræði og tónheyrnartíma.  

Umsjón með deildinni hafa Harpa Harðardóttir, Sibylle Köll, Hólmfríður Sigurðardóttir og Sigurður Helgi Oddsson.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696