Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari, heldur upp á sjötugsafmælið sitt með sinni eigin tónleikaröð árið 2018 þar sem hún mun flytja öll verk Mozarts fyrir píanó og fiðlu. Tónleikarnir verða tíu talsins og munu hinir ýmsu píanóleikarar ganga til liðs við Guðnýju.
Tónleikarnir eru 10 talsins og verða haldnir á síðasta sunnudegi hvers mánaðar í Hannesarholti og hefjast þeir kl. 12:15
Í Hannesarholti er hægt að kaupa afsláttarkort á tónleikaröðina; 5 tónleika á 12.500,- en kortin eru fáanleg í afgreiðslu Hannesarholts og hér á midi.is
Meira um tónleikaröðina, ásamt upplýsingum um flytjendur, má lesa á Facebook-viðburði tónleikaraðarinnar og á www.Hannesarholt.is