HÖGNI og ROFOROFO
Tónlistarmaðurinn Högni og hljómsveitin Roforofo ætla að halda tónleika í Skyrgerðinni í Hveragerði Sunnudaginn 17. desember.
Högni er landsmönnum kunnugur sem söngvari hljómsveitanna Hjaltalín og Gusgus en var nú að gefa út sína fyrstu sólóplötu í eigin nafni, Two Trains
Hér má finna facebook síðu Högna: https://www.facebook.com/HogniEgilssonMusic
Roforofo er ný hljómsveit tónlistarmannsins Ómars Guðjónssonar og hins þýska trommuleikara Tommy Baldu. Þeir gáfu út sína fyrstu plötu í lok október.
Hægt er að hlusta á plötuna í heild sinni hér: https://open.spotify.com/album/6JYGV6liGsEdS5p5RzdKyk
Og hér er að finna facebook síðu Roforofo: https://www.facebook.com/roforofotheband
Miðaverð er kr. 2000 og hægt verður að fá þessar glænýju plötur á kostakjörum á tónleikunum.