Farfuglatónleikar Hannesarholts
::: Tónleikaröð tileinkuð íslenskum tónlistarnemendum sem nema við tónlistarskóla erlendis :::
Þriðju tónleikar Farfugla þetta árið eru tónleikar sellóleikarans Steineyjar Sigurðardóttur. Tónleikarnir hefjast kl. 16.00.
Steiney Sigurðardóttir hóf sellónám 5 ára gömul hjá Örnólfi Kristjánssyni og var nemandi hans í átta ár við Suzuki tónlistarskólann í Reykjavík og Tónskóla Sigursveins. Hún lauk framhaldsprófi með 9,6 í einkunn vorið 2012 undir handleiðslu Gunnars Kvaran, aðeins 16 ára gömul.
Haustið 2015 flutti Steiney til Berlínar og nam einkatíma hjá prófessorum í helstu háskólum Þýskalands. Eftir að hafa staðist inntökupróf í Berlin og Trossingen vandaðist valið og endaði hún á að fara til Trossingen þar sem hún lærir nú undir handleiðslu Prof. Francis Gouton
Steiney hefur verið virk í hljómsveitarstarfi hérlendis og erlendis og hefur t.d. tekið þátt í Orkester Norden og leitt sellódeild Ungfóníunnar og Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Frá árinu 2015 hefur hún verið lausráðin hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og einnig spilað með Würtenbergische Philharmonie Reutlingen.