Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Farfuglar - Steiney Sigurðardóttir - Farfuglar

$
0
0

Farfuglatónleikar Hannesarholts
::: Tónleikaröð tileinkuð íslenskum tónlistarnemendum sem nema við tónlistarskóla erlendis :::

Þriðju tónleikar Farfugla þetta árið eru tónleikar sellóleikarans Steineyjar Sigurðardóttur. Tónleikarnir hefjast kl. 16.00.

Steiney Sigurðardóttir hóf sellónám 5 ára gömul hjá Örnólfi Kristjánssyni og var nemandi hans í átta ár við Suzuki tónlistarskólann í Reykjavík og Tónskóla Sigursveins. Hún lauk framhaldsprófi með 9,6 í einkunn vorið 2012 undir handleiðslu Gunnars Kvaran, aðeins 16 ára gömul. 

Haustið 2015 flutti Steiney til Berlínar og nam einkatíma hjá prófessorum í helstu háskólum Þýskalands. Eftir að hafa staðist inntökupróf í Berlin og Trossingen vandaðist valið og endaði hún á að fara til Trossingen þar sem hún lærir nú undir handleiðslu Prof. Francis Gouton 

Steiney hefur verið virk í hljómsveitarstarfi hérlendis og erlendis og hefur t.d. tekið þátt í Orkester Norden og leitt sellódeild Ungfóníunnar og Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Frá árinu 2015 hefur hún verið lausráðin hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og einnig spilað með Würtenbergische Philharmonie Reutlingen.


  


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696