Risasveitin Foreigner kemur til Íslands í fyrsta sinn!
Föstudagskvöldið 18. maí 2018 mun hin goðsagnakennda hljómsveit Foreigner heimsækja okkur á klakann í fyrsta sinn. Það má því búast við frábærri upplifun þegar sveitin tekur öll sín bestu lög.
Foreigner þarf vart að kynna fyrir almenningi en sveitin hefur selt yfir 75 milljón platna í gegnum feril sinn sem nær yfir 40 ára tímabil, og fagnar þeim áfanga nú á tónleikaferðalagi um heiminn.
Sveitin hefur verið álitin ein vinsælasta rokkhljómsveit heims og mun hljómsveitin koma beint frá The Royal Albert Hall í Bretlandi og ættu Íslendingar því að fá sveitina í toppformi í Laugardalshöllinni en sveitin hefur verið að fá frábæra dóma fyrir tónleika sína að undanförnu.
Miðasala hefst föstudaginn 29. septermber á Midi.is og því um að gera að tryggja sér miða strax því takmarkaður miðafjöldi er í boði.
Sveitin hefur sent frá sér marga risasmelli, en þeirra á meðal eru:
‘I Want to Know What Love Is‘
‘I Want to Know What Love Is‘
‘Juke Box Hero’
‘Say You Will’
‘Cold as Ice’
‘Urgent’
‘Feels Like the First Time’
‘Waiting for a Girl Like You’
Sveitin hefur sent frá sér tíu multi-platínum plötur og 16 alþjóðlega smelli, sem náð hafa inn á top 30 í Bandaríkjunum.
Árið 1986 var lagið Urgent á toppi íslenska vinsældarlistans hér á landi í nokkrar vikur.
Tvö verðsvæði verða í boði á tónleikunum, annars vegar stúka (14.900 krónur) og hins vegar stæði (9.900 krónur). Ath. takmarkað miðaframboð!
Vinsamlegast athugið
18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.