Dúettinn Sycamore Tree ættu landsmenn að vera farnir að þekkja eftir mikla spilun á öldum ljósvakans. Þau Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson sendu frá sér sína fyrstu plötu “ SHELTER “ þann 24. September síðastliðinn og héldu glæsilega útgáfutónleika í Hörpu sama dag þar sem færri komust að en vildu. Eftir stutt frí þá snúa þau nú aftur með tónleika í Mengi á Óðinsgötu 2 þann 20.desember klukkan 21.00. Þar sem tónleikarnir verða stuttu fyrir jól þá verða tónleikarnir lágstemmdir þar sem platan SHELTER verður spiluð í heild sinni ásamt nýju efni og munu þau einnig setja nokkur vel valinn uppáhalds jólalög í Sycamore Tree búning til að senda tónleikagesti í jólastemningu út í desembernóttina. Forsala miða hefst þriðjudaginn 14. nóvember klukkan 9:00 á midi.is
↧