Þann 20. desember mun hljómsveitin Dikta halda jólatónleika í Bæjarbíói, Hafnarfirði.
Það þarf vart að kynna Diktu fyrir Íslendingum enda fyrir margt löngu búnir að syngja sig og spila inn í hjörtu þjóðarinnar með hverjum smellinum á fætur öðrum sem fengið hafa að hljóma á öldum ljósvakans.
Síðustu ár hefur hljómsveitin jafnan haldið tónleika á þessum árstíma og spilað jólalög í bland við sín eigin lög í sparibúningi. Í Bæjarbíói mun hljómsveitin vera fullskipuð þar sem allir meðlimir sveitarinnar eru á landinu og hugljúfur jólaandinn í algeru fyrirrúmi.
Engin hætta er á öðru en að hver sá sem mætir á þennan viðburð fari þaðan með bros á vör. Ekki láta þig vanta í Bæjarbíó 20. desember.
Tónleikarnir byrja stundvíslega 20:30