Annað árið í röð heldur Pönksafn Íslands Fullveldispönk í Hard Rock Café. Boðið verður upp á hljómsveitir sem störfuðu á árunum 1979-1982 og koma nú saman aftur eftir langt hlé.
- Taugadeildin var ein helsta nýbylgjuhljómsveit landsins. Hún starfaði stutt en tókst að koma út einni 4-laga plötu áður en hún hætti. Þessi plata er mikill safngripur í dag og selst á háu verði.
- Snillingarnir voru eitt allra fyrsta pönkband Íslands og spilaði mikið árin 1979 og 1980. Meðal meðlima var bassaleikarnn Steinþór Stefánsson. Þegar hann gekk í Fræbbblanna var það banabiti Snillinganna.
- Handan Grafar var kaldrifjaður synta-dúett sem spilaði minimal wave með gothic áhrifum. Band á undan sinni samtíð.
- Stífgrím Kombóið var glettinn spuni tveggja félaga úr Vesturbæ Kópavogs. Bandið er alveg jafn ferskt í dag og 1980.
- Pink street boys eru fulltrúar ungu kynslóðarinnar á þessum tónleikum, besta rokkband klakans í dag og spilar hamslaust óreiðurokk. Önnur plata sveitarinnar er komin út og gefur þeirri fyrstu ekkert eftir.