Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Hnallþórujól með Björgvin Franz og Esther - Jólasöngskemmtun

$
0
0
Björgvin Franz og Esther eru komin aftur, ásamt úrvalsliði tónlistarmanna til að skapa hina ósviknu jólastemmningu sjötta og sjöunda áratugarins.  Þau ætla að flytja okkur jólalög Ellu Fitzgerald, Dean Martin og fleiri góðra krafta.

Árið er 1954 og Björgvin og Esther bregða sér í hlutverk hinna íslensku hjóna og skemmtikrafta Jónu Guðrúnar og Gylfa Freys sem eru nýkomin frá Bandaríkjunum. Þar bjuggu þau ríkmanlega og skemmtu meðal annars fyrir Nat King Cole, Ellu Fitzgerald og fleiri góða.  Þau vilja nú ólm flytja Íslendingum hina ósviknu amerísku jólastemmningu með því að efna því til “Christmas special” sjónvarspþáttar þar sem umhverfið minnir á ósvikna 50´s jólaborðsstofu með snarkandi arineldi, troðfullum jóla sokkum og að sjálfsögðu viskí á klaka. Þau skemmta áhorfendum með stuttum (lyga) sögum af kynnum þeirra af framáfólki vestra, jólahaldi fortíðarinnar ásamt stórskemmtilegum söng og dansatirðum í anda liðinna tíma. Í ár ætla þau að bæta um betur og bjóða upp á spennandi leynigesti.

Hljómsveitina skipa þau Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari (sem jafnframt sér um útsetningar og hljómsveitarstjórn), Gunnar Hrafnsson kontrabassaleikari, Andrés Þór gítarleikari og Erik Qvik trommuleikari. Raddanir sjötta og sjöunda áratugarins eru svo í höndum raddkarla tríósins “Nútímamanna”, skipað þeim Gísla Magna, Hafsteini Þórólfssyni og Hlöðveri Sigurðssyni.

Í fyrra ætlaði komust færri að en vildu og hvetjum því alla að tryggja sér miða í tíma!!!

Hlökkum til að sjá ykkur í Gaflaraleikhúsinu, en þangað til;

Merry Christmas Everybody!!!


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696