Stutt lýsing:
Verið velkomin á tónleikaröðina Alþjóðlegt orgelsumar Hallgrímskirkju 2017. Í ár koma fram afburða konsertorganistar í fremstu röð frá ýmsum löndum. Helgina 5.-6. ágúst mun einn eftirsóttasti konsertorganisti Dana hún Bine Katrine Bryndorf leika á Klais orgel Hallgrímskirkju. Á seinni tónleikum helgarinnar Sunnudaginn 6.ágúst kl. 17 -18 mun Bine flytja fallega orgel tónlist eftir D. Buxtehude, J. Brahms, J.S. Bach (Passaclia), M. Weckmann og M. Radelescu.
6. ÁGÚST 2017 KL. 17.00
BINE KATRINE BRYNDORF
HALLARORGANISTI Í FRIÐRIKSBORGARHÖLL
Í HILLERØD, DANMÖRKU
TÓNLIST EFTIR/MUSIC BY: D. BUXTEHUDE, J. BRAHMS, J.S.BACH (PASSACLIA), M. WECKMANN, M. RADELESCU
Bine Katrine Bryndorf er hallarorganisti við Friðriksborgarhöllina í Hillerød, um 40 km fyrir norðan Kaupmannahöfn. Hún er einnig gestaprófessor við Royal Academy of Music í Lundúnum og svo kennir hún við Konunglega konservatoríið í Kaupmannahöfn.
1994-2017 kenndi hún fyrst í Vínarborg og svo í Kaupmannahöfn. Hún varð prófessor 2001 og síðar deildarstjóri við Konunglega konservatoríið. Í ár hefur hún söðlað um og starfar nú sem hallarorganisti við kapelluna í Friðriksborgarhöll við hið heimsþekkta Esaias Compenius orgel. Hún kennir smávegis í Kaupmannahöfn og ferðast reglulega til Lundúna til að kenna þar.
Bine Katrine, sem á ættir að rekja til Íslands, er heimsþekktur organisti, sérstaklega fyrir túlkun sína á barokktónlist og hún er mjög eftirsótt til að kenna á meistaranámskeiðum og sem dómari í orgelkeppnum. Þá leikur hún einnig mikið á sembal með litlum kammertónlistarhópum.