Notaleg kvöldstund með Arnari og Ásgeiri
Söngvarinn Arnar Ingi og gítarleikarinn Ásgeir Ásgeirsson leiða saman tóna sína eina notalega kvöldstund í Hannesarholti.
Á tónleikunum kanna þeir dúetta-formið; hefðbundin hlutverk hljóðfæra sinna og loks yfirgefa svo slóðann, út í óvissuna. Þeim til halds og trausts á þessu tónlistarferðalagi verður söngkonan Ingibjörg Fríða.
Arnar Ingi Richardsson hefur verið búsettur og starfað sem söngvari í Svíþjóð undanfarin ár, við góðan orðstýr. Arnar hefur vakið mikla athygli fyrir kröftuga og vörpulega raddbeitingu. Nýlega sigraði Arnar Ingi með glæsibrag söngkeppnina SMASK Stockholm og tók í framhaldi við styrk úr minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálmssonar, dægursöngvara.
Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari útskrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH 1999 en hélt þaðan áfram til framhaldsnáms í jazzgítarleik við Conservatorium Van Amsterdam. Hann hefur leikið með fjölda hljómsveita frá útskrift, m.a. Sóldögg, Sælgætisgerðinni og nú síðast með balkansveitinni Skuggamyndir frá Býsans.
Ingibjörg Fríða hóf ung tónlistarnám við Tónlistarskóla Garðabæjar og klassískt söngnám tólf ára gömul. Hún lauk framhaldsprófi tvítug og sneri sér þá að jazzsöng á jazz og rokkbraut við Tónlistarskóla F.Í.H., þaðan sem hún lauk burtfararprófi vorið 2014.
Hún lauk BA prófi í skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands 2016
Tónleikarnir fara fram í Hljóðbergi, tónleikasal Hannesarholts, og hefjast stundvíslega kl. 20:00.
Miðaverð er 2000,- kr og fer miðasala fram á midi.is