Verið velkomin á Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 2017!
Í 25.sinn verður sumarið í Hallgrímskirkju fyllt af orgelómum. Í ár koma fram afburða konsertorganistar í fremstu röð frá ýmsum löndum. Helgina 29.-30.júlí mun Willibald Guggenmos dómorganisti í St. Gallen í Sviss flytja fjölbreytta og flotta tónlist. Á sunnudeginum mun hann leika tónlist eftir Gigout, Dupont, J.S. Bach, M.Dupré, Pierre Cochereau og Vierne á dásamlega Klais orgel Hallgrímskirkju sem er stærsta hljóðfæri landsins.
Efnisskrá
Eugène Gigout 1844–1925 Marche de Fête
Gabriel Dupont 1878-19148 Méditation
Johann Sebastian Bach 1675-1750
Prélúdía og fúga í c-moll BWV 546
Air
Úr Hljómsveitarsvítu í D-dúr / From Orchestersuite D-Dur BWV 1069; úts./arr.: J.G.E. Stehle
Marcel Dupré 1886-1971 Poéme Héroïque op. 33
Pierre Cochereau 1924-1984 Fugue symphonique
Louis Vierne 1870-1937 Final
Úr / From Orgelsinfóníu nr. 6 op.42/2
Willibald Guggenmos lauk þremur Mmus-gráðum frá Tónlistarháskólunum í Augsburg og í München í Þýskalandi, í píanóleik, stjórnun og í orgelleik.
Frá 2004 hefur hann verið dómorgansti í St. Gallen í Sviss. Áður var hann 17 ár við St Martin kirkjuna í Wangen í Allgäu og í þrjú ár organisti við dómkirkjuna í München.
Til hliðar við organistastarfið hefur hann verið eftirsóttur orgelleikari víða um Evrópu og Ameríku, Austurlöndum fjær, Ástralíu og Nýja Sjálandi, við fræg orgel í dómkirkjum og tónleikasölum.
Efnisskrá hans er yfirgripsmikil því hann hefur leikið öll orgelverk margra af stóru tónskáldunum eins og Bach, Duruflé, Franck, Mendelssohn og öll stóru verk Duprés og Messiaens.
Leikur hans hefur verið hljóðritaður og gefinn út. Mikilvægustu diskarnir eru hljóðritaðir við stærsta orgel Sviss í Engelberg, við hið fræga Cavaille-Coll orgel í Azcoitia á Spáni og við hið þekkta "Hill-Organ" í ráðhúsinu í Sydney í Ástralíu.