::: CENTURION MONK / Heiðurstónleikar Theolonius Monk :::
“You've got to dig it to dig it, you dig?”
-Thelonious Monk
Söngvarinn Arnar Ingi spilar í Hannesarholti 20. ágúst n.k. af tilefni 100 ára afmælis jazzgoðsagnarinnar Thelonious Monk!
Á dagskránni verða stærstu slagarar jazztónskáldsins og píanóleikarans Theolonius Monk, í bland við lítt þekktari perlur.
Arnar Ingi Richardsson hefur verið búsettur og starfað sem söngvari í Svíþjóð undanfarin ár, við góðan orðstýr. Arnar hefur vakið mikla athygli fyrir kröftuga og vörpulega raddbeitingu, en þá hefur Arnar hefur einnig vakið umtalsverða athygli með framúrstefnuraddbeitingum í anda Bobby McFerrin.
Nýlega sigraði Arnar Ingi með glæsibrag söngkeppnina SMASK Stockholm og tók í framhaldi við styrk úr minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálmssonar, dægursöngvara.
Arnar Ingi kemur fram í Hljóðbergi, tónleikasal Hannesarholts, ásamt einvalaliði tónlistarmanna, en hljómsveitin skipast svo:
Arnar Ingi - söngur
Tómas Jónsson - píanó
Sigmar Þór Matthíasson - kontrabassi
Matthías Hemstock - trommur
Ívar Guðmundsson - trompet/flugelhorn
Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20:00 og er miðaverð 2500,-
Miðar verða seldir á midi.is og í hurð fyrir tónleika. Takmarkaður miðafjöldi og því tilvalið að tryggja sér sæti sem fyrst.
INSTAGRAM:
MIDI.IS