Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Alþjóðlegt Orgelsumar - Tónleikar

$
0
0

Kammerkórinn Schola cantorum heldur vikulega miðvikudagstónleika á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju og flytur fagrar, íslenskar kórperlur. Íslenskum og erlendum gestum er boðið upp á kaffi, mola og spjall eftir tónleikana í safnaðarheimili Hallgrímskirkju.

Kammerkórinn Schola?cantorum hefur frá upphafi hlotið mikla athygli fyrir fágaðan og?tæran?söng sinn. Kórinn var valinn “Tónlistarflytjandi ársins 2016” á Íslensku tónlistarverðlaununum í mars sl. og hefur?unnið til verðlauna í erlendum keppnum og komið fram?á tónleikum?í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi,?Ítalíu,?Spáni, Þýskalandi, Frakklandi, Japan, Sviss og Bandaríkjunum. Schola cantorum var útnefndur Tónlistarhópur Reykjavíkurborgar 2006, tilnefndur til?tónlistarverðlauna?Norðurlandaráðs 2007 og Íslensku?tónlistarverðlaunanna 2013.?Kórinn hefur frá upphafi leikið mikilvægt hlutverk í íslensku tónlistarlífi?og?frumflutt verk eftir fjölda?íslenskra tónskálda auk þess að flytja?tónlist allra stíltímabila með og án hljóðfæraundirleiks, m.a. í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Alþjóðlegu barokksveitina í?Hallgrímskirkju (áður Den Haag), Björk, Sigurrós o.fl.??Kórinn hélt veglega upp á 20 ára afmæli sitt á sl. ári með fjölbreyttum tónleikum, þ.s. kórinn frumflutti m.a. Requiem eftir Sigurð Sævarsson og flutti Jólaóratóríu J.S. Bach með Alþjóðlegu barokksveitinni í des. sl., og kom einnig fram á 5 tónleikum á tónlistarhátíðinni Reykjavík Festival í Walt Disney Hall í Los Angeles í apríl sl., þ.s. söngur kórsins hlaut einróma lof í allri umfjöllun stórblaða svo sem New York Times, LA Times o.fl.  Stjórnandi kórsins frá upphafi er Hörður Áskelsson.? Á tónleikum sumarsins?flytur Schola cantorum m.a. þekktar íslenskar kórperlur í bland við verk af nýjasta geisladiskinum, ?MEDITATIO, sem kom út?hjá?hinu virta?sænska?útgáfufyrirtæki?BIS á síðasta ári og hefur hlotið afburða dóma í fagtímaritum um allan heim.  



Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696