Stutt lýsing: Á Alþjóðlegu orgelsumri 2017, sem nú er haldið 25. sumarið í röð koma fram afburða konsertorganistar í fremstu röð frá ýmsum löndum. Helgina 24.-25. Júní leikur Björn Steinar Sólbergsson á Klais orgel Hallgrímskirkju. Björn Steinar er einn færasti organisti landsins. Á efnisskrá hans að þessu sinni eru fjölbreytt verk eftir Messiaen, Bach, Zachow og Tournemire en einnig eftir íslensku tónskáldin Steingrím Þórhallsson og Pál Ísólfsson.
Björn Steinar Sólbergsson er organisti við Hallgrímskirkju í Reykjavík og einnig skólastjóri og orgelkennari við Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Björn Steinar stundaði framhaldsnám á Ítalíu og í Frakklandi, útskrifaðist frá Conservatoire National de Region de Rueil Malmaison árið 1986 með “Prix de virtuosité”. Hann starfaði sem organisti við Akureyrarkirkju í 20 ár þar sem hann vann markvisst að uppbyggingu tónlistarstarfs við kirkjuna. Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima, á öllum Norðurlöndunum, í Evrópu og Norður-Ameríku. Hann hefur leikið einleik með sinfóníuhljómsveitum innanlands og utan og hljóðritað geislaplötur, m.a. öll orgelverk Páls Ísólfssonar og orgelkonsert Jóns Leifs (BIS) sem hlaut einróma lof gagnrýnenda. Björn Steinar hlaut Menningarverðlaun DV 1999, Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2001 og var valinn bæjarlistamaður Akureyrar 2002. Hann hlaut Listamannalaun 1999 og 2015. Á árinu 2017 kemur Björn Steinar fram á tónleikum á Íslandi, Noregi, Danmörku og Þýskalandi.
EFNISSKRÁ:
25. júní kl. 17.00:
Björn Steinar Sólbergsson; Hallgrímskirkju í Reykjavík
Olivier Messiaen 1908-1991
Lúther sálmar
Friederich Wilhelm Zachow 1685-1712
Johann Sebastian Bach
Steingrímur Þórhallsson *1974 Orgelfantasía um
Páll Ísólfsson 1893-1974 Intermezzo
Charles Tournemire 1870-1939