Ögmundur Þór Jóhannesson gítarleikari heimsækir Ísland úr Austurheimi, með nýja einleiksplötu sem nefnist Veglaust Haf og inniheldur íslenska tónlist fyrir einleiksgítar. Útgáfutónleikarnir eru hluti af klassísku gítarhátíðinni Midnight Sun Guitar Festival.
Ögmundur lauk mastersnámi í júní 2008 með hæstu einkunn á prófi frá Universität Mozarteum í Salzburg undir handleiðslu Marco Diaz-Tamayo, og annarri mastersgráðu frá Conservatorium Maastricht undir handleiðslu Carlo Marchione árið 2012. Honum hafa hlotnast fjölmörg verðlaun hérlendis sem og erlendis fyrir leik sinn, og hefur komið fram á gítar og tónlistarhátíðum bæði hérlendis, sem og í Evrópu, Bandaríkjunum, Suður Ameríku og Asíu. Hann hefur haldið námskeið við Listaháskóla Íslands, University of Washington, Manhattan School of Music, Silpakorn og Mahidol University Bangkok, Xinghai Conservatory í Guangzhou Kína og Universidad Catolica Santiago de Chile. Hann er einn af listrænum stjórnendum Midnight Sun Guitar Festival í Reykjavík, Myanmar International Guitar Festival og Chonqing International Guitar arts Festival í Kína. Ögmundur er einn af stofnendum Global Guitar Institute. Hann er núverandi “brand ambassador” fyrir “Natasha Guitars” og “Nux Stageman” í Shenzhen, Kína, þar sem hann er nú búsettur.
Almennur aðgangseyrir er 2500, en börn, aldraðir og öryrkjar greiða 2000.