Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Blúshátíð í Reykjavík 2017 - KK Band, Þorleifur Gaukur og Berklee Blues Band

$
0
0

Blúshátíð í Reykjavík 2017 8. til 13. apríl. 

Að vanda verða þrennir stórtónleikar á Reykjavík Hilton Nordica í dymbilviku, þriðjudags- miðvikudags og fimmtudagskvöld. Það verður dúndrandi stemning á Klúbbi Blúshátíðar á hótelinu eftir alla stórtónleikanna. Þar getur allt gerst.

Blúsmiðinn 

Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum. Takmarkað magn í boði, fyrstir kaupa fyrstir fá.

Stórtónleikar Þriðjudaginn 11. apríl kl. 20.00.

KK Band. Hið ástsæla KK band, KK, Þorleifur Guðjónsson og Kormákur Geirharðsson og spila lögin sem allir elska, bæði sín og annarra, m.a. af plötunum Lucky One, Bein leið og Hótel Föröyar.

Þorleifur Gaukur og Berklee Blues Band. Fyrir hlé verður Berklee Blues Band í aðalhlutverki Þorleifur Gaukur munnhörpuleikari kemur með félaga sína úr hinum virta Berklee tónlistarskóla í Boston; Hunter Burgamy á gítar, Colescott Rubin á bassa og Sam Palermo á trommur. Þetta eru strákarnir sem gerðu allt vitlaust á síðustu hátíð.

Blúsaðasta band Músíktilrauna.Það er ekki ljóst hvaða hljómsveit verður valið Blúsaðasta bandið á Músíktilraunum 2017, en það er öruggt að sveitin hefur leikinn á fyrstu stórtónleikum Blúshátíðarinnar.  

Stórtónleikar miðvikudaginn 12. apríl kl. 20.00.

Noah Wotherspoon and the Blue Ice Band. Noah Wotherspoon var valinn besti gítarleikarinn á International Blues Challenge árið 2015 og á Blúshátíðinni sjáið þið hvers vegna!. Hann er stókostlegur á sviði og honum halda engin bönd. Með honum verða Róbert Þórhallsson á bassa, Birgir Baldursson á trommur, Guðmundur Pétursson á gítar og Davíð Þór Jónsson á Hammond. Það má ekki missa af þessu!!!

Göran Svenningsson. Frá Gautaborg í Svíþjóð kemur  Göran Svenningsson gítarleikari sem  hefur spilað blús frá unga aldri með helstu blúsmönnum Svíþjóðar og fjölda bandarískra blúsmanna. Með honum spila Erik Qvick á trommur og Þorgrímur Jónsson á bassa.

Stórtónleikar fimmtudaginn 13. apríl kl. 20.00. - Lokakvöld

Blúsmenn Andreu. Blúsmenn hinnar óviðjafnanlegu Andreu Gylfadóttur eru Guðmundur Pétursson á gítar, Haraldur Þorsteinsson á bassa, Jóhann Hjörleifsson á trommur og Einar Rúnarsson á Hammond. Algjörlega pottþétt band sem hreinlega getur ekki klikkað. 

Blúsbræðingur Fyrir hlé verður Blúsbræðingur þar sem undrabörnin Óskar Logi Ágústsson, Davíð Þór Jónsson og Ásgeir Óskarsson spila magnaðan blúsgjörning.

Uncle John jr. Á lokakvöldi Blúshátíðar hefur Uncle John jr. leikinn og fer fimum höndum um kassagítarinn.  

Dúndrandi stemning á Klúbbi Blúshátíðar á hótelinu eftir stórtónleika þar sem allt getur gerst.

Blúshátíð í Reykjavík hefst laugardaginn 8. apríl með Blúsdegi í miðborginni þar sem  Blúshátíðin leggur Skólavörðustíginn undir sig. Við setningu hátíðarinnar verður tilkynnt um val á heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur 2017. Boðið verður upp á lifandi blús víða á Skólavörðustígnum frá klukkan 14.00 til 16.00. Kveikt verður upp í grillunum og boðið upp á beikon, kjúklingavængi og pylsur.

Tónleikar á Borgarbókasafni kl. 16.00 og margt fleira.

Ítarleg dagskrá fyrir alla hátíðardagana er á: www.blues.is

Hátíðin er styrkt af Reykjavíkurborg.




Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696