Norðurlands eina von ! Grallaraspóarnir í Hvanndalsbræðrum mæta aftur til leiks á Græna Hattinn þann 30. september n.k en síðast komust allir að sem kærðu sig um. Hljómsveitin fagnar 15 ára afmæli á næsta ári og eru þeir bræður að undirbúa þvílíka veislu í því tilefni, rennt verður yfir ferilinn í máli og músik. Sem endra nær má búast við skemmtilegum sögum, einstaka happdrættisvinning og öllum skástu lögum hljómsveitarinnar. Fyrstu þrír gestirnir fá galvinseraðan gorm að gjöf. Hljóðmeistari verður Gunnar Sigurbjörnsson sem fyrr.
Vinsamlegast athugið
18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.