16 árum eftir að SUEDE komu fyrst til Íslands og léku á eftirminnilegum tónleikum í Laugardalshöll hefur hljómsveitin boðað komu sína aftur til eyjunnar köldu.
SUEDE munu koma fram í Laugardalshöll þann 22. Október.
Á tónleikunum munu þeir flytja efni af nýjustu plötu sinn Night thoughts og sýna um leið kvikmyndina sem hljómsveitin vann í samstarfi við Roger Sargent í tilefni útgáfunar.
Seinni hluta tónleikana munu SUEDE spila valið efni og alla helstu smellina af sínum ferli.
Suede hefur þegar tekið þessa samsetningu a nokkrum tónleikum undanfarið ár og hlotið einróma lof fyrir.
Suede voru headliner á John Peel sviðinu á Glastonbury 2015 við fádæma undirtektir og það sama ár hlutu þeir “Godlike Genious” verðlaun NME og þar með almenna viðurkenningu á sinni snilligáfu.
Night thought hefur einsog vel flestar aðrar plötur Suede fengið afburðar dóma.
All Music gaf plötunni 4.5 stjörnur og the Guardian 4 stjörnur svo dæmi séu tekin.