Bandarísku country goðsögnina Merle Haggard þarf vart að kynna, en hann lést núna í apríl mánuði. Hallur, Kristina og Axel O & Co hafa myndað hóp ásamt Björgvini Halldórssyni sem munu flytja bestu lög Haggard á sérstökum tónleikum til heiðurs Merle Haggard í Bæjarbíói þann 28. apríl. Bo er eins og allir landsmenn vita mikill aðdáandi country tónlistar og hefur flutt landsmönnum margan country slagarann og meðal annars Merle Haggard lög með íslenskum textum í gegnum tíðina. Það er ljóst að aðdáendur country tónlistar og Merle Haggard verða ekki sviknir af þessari tónlistarveislu.
Fimmtudaginn 28. apríl kl. 21:00. Miðaverð kr. 3.900