Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

NOISE - Útgáfutónleikar

$
0
0

Útgáfutónleikar NOISE

Í Tjarnarbíói 7. maí

Hljómsveitin NOISE fagnar útgáfu Echoes, fjórðu breiðskífu sinnar, með útgáfutónleikum í Tjarnarbíói laugardaginn 7. maí. 

Hljóðheimur Echoes er órafmagnaður og fékk hljómsveitin strengjasveit Mark Lanegan til liðs við sig í nokkrum lögum. Á útgáfutónleikunum mun NOISE spila nýju plötuna í heild sinni.

NOISE ættu flestir að þekkja en bandið hefur verið starfandi frá árinu 2001. Hljómsveitin hefur gefið út þrjár plötur og átt fjölda laga á vinsældarlistum hérlendis sem og erlendis.

NOISE hafa verið iðnir við spilamennsku erlendis undanfarin ár og farið í fjölda tónleikaferða um Bretland og Evrópu. Undanfarin misseri hefur hljómsveitin byggt upp sitt eigið hljóðver og unnið að gerð nýrrar tónlistar sem lítur nú dagsins ljós á plötunni Echoes.

Miðaverð: 2.500 kr.



Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696