Loksins, loksins koma Fræbbblarnir á Græna Hattinn.
Fræbbblarnir voru fyrst „punk“ hljómsveit landsins, stofnuð í Kópavogi 1978.Hljómsveitin hefur gefið út fimm stórar plötur og fimm minni / safnplötur.
Platan „Í hnotskurn“ kom út í haust og hefur fengið mjög jákvæða umfjöllun, svo einhver dæmi séu nefnd:
Halldór Ingi: 9/10, ein af plötum ársins
Jens Guð: 5/5, fæ ekki nóg af henni, plata ársins
Heiða Eiríks, Rás 2: Framúrskarandi
Arnar Eggert: Öðru vísi Fræbbblar – og máttugir mjög, besta plata Fræbbblanna eftir endurkomu
Andrea Jóns: Skemmtilegasta plata Fræbbblanna
Grapevine: Plús, strong songwriting skills, catchy choruses and harsh guitars
Fræbbblarnir spila á Græna hattinum föstudagskvöldið 6. nóvember 2015 kl.22.00 og leika bæði gömul lög og nýtt efni.
Vinsamlegast athugið
18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.