Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Ilmur af jólum - Jólatónleikar - A svæði

$
0
0

Jólatónleikarnir "Ilmur af jólum" eru nú haldnir í annað sinn í Grafarvogskirkju.

Árið 2013 heppnuðust þeir einstaklega vel og hlutu einróma lof viðstaddra. Hera Björk heldur nú sína fyrstu stórtónleika eftir heimkomuna frá Chile og að þessu sinni eru gestirnir ekki af verri endanum. Hinn eini sanni Eiríkur Hauksson kemur frá Noregi og Kelly King söngkona & vinkona Heru kemur alla leið frá New York, en þær kynntust einmitt í Festival Vina del Mar í Chile sem Hera Björk sigraði svo eftirminnilega. Hinn ungi Aron Brink sem þessa stundina er að slá í gegn í The Voice syngur svo með reynsluboltunum af sinni alkunnu. Auk þeirra koma fram Söngtríóið Harmony, Karlakór Kjalarnesinga og Kór Lindarkirkju ásamt hljómsveit úrvals tónlistarmanna og er þetta allt undir styrkri stjórn meistara Óskars Einarssonar.

Einstakir & hátíðlegir tónleikar fyrstu helgi í aðventu sem hjálpa þèr & þínum að komast í hina einu sönnu og sèrstöku jólastemningu.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696