Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Útgáfutónleikar Casio Fatso - Lily of the valley hitar upp

$
0
0

Í tilefni fyrstu breiðskífu sveitarinnar, Controlling the world from my bed, sem kom út í júlí síðastliðnum, heldur Casio Fatso útgáfutónleika í Tjarnarbíó 22. október

Platan verður leikin í heild sinni á tónleikunum, ásamt 2 nýjum lögum.

Controlling the world from my bed hefur fengið glimrandi dóma víðsvegar en með plötunni var mainstream-tónlist á Íslandi sagt stríð á hendur. Með skífunni vildu meðlimir Casio Fatso endurvekja rokkið sem hefur verið á undanhaldi undanfarin misseri.

Lögin verða öll kynnt sérstaklega og sagan á bakvið þau rakin mis-stuttlega. Eða ekki. Fer eftir stuðinu í salnum.

Lily of the valley verður með Casio Fatso þetta kvöldið og mun sjá um að opna tónleikana.

20:30 Salurinn opnar

21:00 Lily of the valley

21:45 Casio Fatso



Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696