Skítamóralls þrenna Hvítahúsinu - tónleikar, sögustund og ball
Nú er komið að því að Selfoss-prinsarnir í Skítamóral snúi aftur á sínar heimsslóðir en þeir ætla að efna til einstaks kvölds í Hvítahúsinu laugardagskvöldið 3. oktober n.k.
Strákarnir hafa sett saman frábært tónleikakvöld þar sem þeir spila öll sín bestu lög og segja skemmtilegar sögur frá skrautlegum ferli hljómsveitarinnar sem spannar yfir 25 ár, en þar er víst af nógu að taka.
Þetta er í annað sinn sem hljómsveitin kemur saman með slíkum hætti en þeir komu fram á Græna hattinum fyrr á árinu við frábærar undirtektir og nú röðin komin að heimabænum að njóta.
Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 21 en síðar um kvöldið munu þeir síðan blása í hefðbundið Skímó ball.
Ekki missa af þessu einstaka Skímó-kvöldi í Hvítahúsinu Selfossi.