Vinir Elísu Margrétar“ Styrktartónleikar í Austurbæ fyrir vinkonu okkar Elísu Margréti.
Tilgangur félagsins er að hjálpa Elísu Margréti og fjölskyldu hennar fjárhagslega og með öðrum hætti í framtíðinni vegna alvarlegra veikinda Elísu Margrétar. Elísa Margrét fæddist með alvarlegan og sjaldgæfan heilasjúkdóm, Lissencephaly. Það eru innan við 1000 börn í heiminum með hennar sjúkdóm. Elísa Margrét er aðeins 2 og hálfs árs og hefur háð baráttu við afleiðingar sjúkdómsins frá fæðingu og staðið sig eins og hetja. Alvarlegustu fylgifiskar sjúkdómsins er mjög illvíg flogaveiki sem hefur verið erfitt að ná tökum á og lungasjúkdómar Barnaspítali Hringsins hefur verið hennar annað heimili frá því hún var 2ja mánaða. Þessum veikindum hafa fylgt mikil útgjöld og tekjumissir fyrir fjölskyldu hennar.
Vinir Elísu MargrétarVið í Áttunni verðum kynnar á styrktartónleikunum ,,Vinir Elísu Margrétar" 6.okt n.k. í Austurbæ.Við fengum að vita meir um vinkonu okkar Elísu Margréti um daginn og okkur langar að sýna ykkur hvað hún er mikið æði!Elísa Margrét fæddist með alvarlegan og sjaldgæfan heilasjúkdóm, Lissencephaly. Það eru innan við 1000 börn í heiminum með hennar sjúkdóm. Elísa Margrét er aðeins 2 og hálfs árs og hefur háð baráttu við afleiðingar sjúkdómsins frá fæðingu og staðið sig eins og hetja. Endilega látið sjá ykkur:https://www.facebook.com/events/155316561480857/Kaupið miða hér:http://midi.is/tonleikar/1/9208/Vinir_Elisu_Margretar
Posted by Áttan on Wednesday, 23 September 2015
Frjáls framlög eru vel þegin 326-22-953 Kt: 510714-0670
Fram koma ; Skítamórall, Hreimur og Vignir, MC Gauti, Áttan, Gunnar Birgisson, Friðrik Dór og leynigestur.
Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl 20:00!!