Razavan Dragnea
Tónlistarhátíð unga fólksins
Razavan Dragnea er afar reyndur píanóleikari á hinum alþjóðlega vettvangi. Hann hefur á ferli sínum unnið til fjölda verðlauna í alþjóðlegum píanókeppnum og komið fram á tónleikum víða um heim, bæði í Evrópu, Afríku og Asíu. Dragnea er þaulreyndur sem einleikari og hefur leikið marga helstu píanókonserta tónbókmenntanna. Þá hefur hann einnig sinnt kammertónlist, meðal annars í samstarfi við George Cosmin Banica, Lauru Weed og sópransöngkonuna Marianu Nicolescu. Ásamt því að koma fram á tónleikum hefur Dragnea komið að hljóðritunum og framleiðslu sjónvarpsefnis um tónlist, meðal annars í Rúmeníu og Japan.
Efnisskrá:
Ludwig van Beethoven (1770-1827)
Sónata í B-dúr op. 106 nr. 29
„ Große Sonate für das Hammerklavier“
Sergei Prokofiev (1891-1953)
Sónata í B-dúr op. 84 nr.8