Vlad Dimulescu
Tónlistarhátíð unga fólksins
Vlad Dimulescu fæddist í Brasov í Rúmeníu árið 1962. Hann stundaði nám við tónlistarháskólana í Brasov og Búkarest, meðal annars undir handleiðslu próf. C. I. Vovu. Dimulescu hefur bæði getið sér gott orð sem einleikari og sem flytjandi kammertónlistar. Hann hefur starfað með á fjórða tug þekktra hljómsveitarstjóra og komið fram í öllum helstu tónleikasölum Rúmeníu. Einnig hefur hann tekið þátt í fjölda alþjóðlegra píanókeppna og unnið þar til verðlauna. Dimulescu kennir einnig við Tónlistarháskólann í Búkarest og lauk árið 2000 doktorsgráðu með rannsóknum sínum á píanótónlist Chopin.
Efnisskrá:
Johannes Brahms (1833-1897)
6 Klavierstücke, op. 118
George Enescu (1881-1955)
Sónata op. 24 nr. 1
Johannes Brahms (1833-1897)
Tilbrigði og fúga um stef eftir Händel, op. 24