Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Tríó PRO ARTE - Tónlistarhátíð unga fólksins

$
0
0
Tríó PRO ARTE
Tónlistarhátíð unga fólksins

PRO ARTE píanótríóið var stofnað árið 1978 af þremur meðlimum George Enescu fílharmóníuhljómsveitarinnar í Búkarest; fiðluleikaranum Anda Petrovici, sellóleikaranum Marin Cazacu og píanóleikaranum Nicolae Licaret. Meðlimir PRO ARTE eru öll virtir tónlistarmenn í heimalandi sínu, Rúmeníu, og hafa tónleikar hópsins jafnan vakið mikla eftirtekt. 
                                                   
Anda Petrovici, fiðluleikari, hefur verið konsertmeistari George Enescu fílharmóníuhljómsveitarinnar frá 1989 og er fyrsta konan til að gegna þeirri stöðu í yfir 140 ára sögu hljómsveitarinnar. Sellóleikarinn Marin Cazacu er prófessor við tónlistarháskólann í Búkarest og er einn stofnenda Rúmensku ungmennahljómsveitarinnar, ásamt því að vera fastur einleikari við fílharmóníuhljómsveitina. Nicolae Licaret, píanó-, sembal- og orgeleikari, er einnig einleikari við hljómsveitina ásamt því að vera listrænn stjórnandi hennar.

PRO ARTE hefur leikið á tónleikum víða í Evrópu og Asíu, auk þess að vera reglulegur gestur á George Enescu tónlistarhátíðinni í Búkarest. Hefur tríóið ekki aðeins leikið þar mörg þekktustu verk sígildra tónbókmennta, heldur einnig fjölbreytt úrval rúmenskrar tónlistar. PRO ARTE hefur frá árinu 2009 verið staðarkammerhópur Þjóðartónleikahallarinnar í Búkarest.

Tónlistarhátíð unga fólksins

Efnisskrá:

Josef Haydn (1732-1809)
Píanótríó í g-moll, Hob. XV:19

Franz Schubert (1797-1828)
Sónötukafli

George Enescu (1881-1955)
Sérénade lointaine

Ludwig van Beethoven (1770-1827)
Píanótríó í G-dúr, op. 1, nr. 2


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696