Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir
Sigurvegari Tónleikakeppni Tónlistarhátíðar unga fólksins 2015
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir fæddist árið 1994. Hún hóf sellónám 5 ára gömul undir handleiðslu Gunnars Kvaran. Árið 2008 hóf hún nám við Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hún lærði sellóleik hjá Gunnari Kvaran og Sigurgeiri Agnarssyni. Hún lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2013 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2012. Sem stendur stundar Geirþrúður sellónám við Northwestern University hjá Hans Jensen.
Efnisskrá
George Crumb (1929-)
Sónata fyrir einleiksselló
Johann Sebastian Bach (1675-1750)
Sellósvíta nr. 3, BWV 1009.
Guðmundur Hafsteinsson (1953- )
Spuni I, VI. kafli.
Johann Sebastian Bach (1675-1750)
Sellósvíta nr. 4, BWV 1010