Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Komdu í kvöld - Minningartónleikar - Jón Sigurðsson (Jón í Bankanum) í 90 ár

$
0
0

Jón Sigurðsson, eða Jón í bankanum eins og hann var oft kallaður á heiðurinn af nokkrum helstu dægurperlum Íslands. Hann hefði orðið níræður á þessu ári hefði hann lifað og ætlunin er að heiðra minningu hans í kvöld.  

Hver man ekki eftir Einsa kalda úr eyjunum, Ég er kominn heim, Komdu í kvöld, Úti í Hamborg og fleiri sígildum dægurperlum sem glatt hafa landsmenn alla í gegnum tíðina. Þór Breiðfjörð, Jögvan Hansen, Hera Björk, Gunni og Felix, Hjördís Geirsdóttir ásamt fleiri gestum munu sjá um sönginn en hljómsveitarstjórn er í höndum Pálma Sigurhjartarsonar. 

Upplagt tækifæri fyrir börnin, mömmu og pabba að fá afa og ömmu með á notalega kvöldstund og syngja saman.

Tryggið ykkur miða í tíma. 



Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696