Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Kristinn Sigmundsson flytur ný íslensk verk - Listahátíð í Reykjavík 2015

$
0
0

Kristinn Sigmundsson frumflytur ný verk eftir John Speight og Þórunni Grétu Sigurðardóttur, þ.á.m. áður óflutta frumgerð verksins Cantus IV eftir John, ásamt hörpu og sex strokhljóðfærum.  

John Speight sem fagnar sjötugsafmæli sínu á árinu, hefur auðgað tónlistarlífið á Íslandi um áratuga skeið. Hann hóf feril sinn sem söngvari og hið sungna, hvort eð er af mannsrödd eða hljóðfæri, er sterkur þáttur í fögrum og fjölbreyttum tónsmíðum hans. John hefur valið ljóð eftir Þorstein frá Hamri í Cantus IV sem er veigamesta tónsmíð tónleikanna. Það er einmitt úr einu ljóða Þorsteins sem yfirskrift tónleikanna kemur.

Verk Þórunnar Grétu Sigurðardóttur, KOK, er unnið upp úr samnefndri ljóðabók Kristínar Eiríksdóttur og samið að beiðni Listahátíðar fyrir Kristinn Sigmundsson við undirleik hörpu og fiðlu. Ljóðin fjalla um samband eða sambönd og varpa ljósi á átök, ytri sem innri. Þau eru mjög taktföst og byggja að hluta á klifunum svo að leitast var við að spegla þá eiginleika í hljóðheiminum.

en svo stóð ég upp 

allt í einu 

og þess vegna brá þér

Kristinn Sigmundsson, bassi
Laufey Sigurðardóttir, fiðluleikari
Páll Eyjólfsson, gítarleikari
Elísabet Waage, hörpuleikari
Einar Jóhannesson, stjórnandi
Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðla
Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla
Svava Bernharðsdóttir, víóla
Bryndís Björgvinsdóttir, selló
Júlía Mogensen, selló



Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696