Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Patti Smith -

$
0
0

Árið 1975 gaf Patti Smith út fyrstu plötuna sína Horses. Allar götur síðan hefur sú plata verið talin ein af betri plötum poppsögunnar og er meðal annars í 44 sæti yfir 500 bestu plötur sögunnar að mati Rolling Stones tímaritsins. Samkvæmt tímaritinu Time er Horses meðal 100 bestu platna allra tíma. Það eru ófáir tónlistamennirnir sem segjast hafa orðið fyrir miklum áhrifum að þessu meistarastykki Patti Smith.

Nú, 40 árum seinna, mun Patti heiðra þennan frumburð sinn með hljómleikum þar sem Horses er meginþemað. ,, “It will be a true, proud celebration,” segir Patti um þá hugmynd að flytja Horses í heild sinni. Með í för verða tveir upprunalegir meðlimir hljómsveitarinnar, þeir Lenny Kaye og Jay Dee Daugherty ástamt bassaleikaranum/hljómborðsleikaranum Tony Shanahan, sem hefur verið í hljómsveit Pattis í 20 ár.

Að sjálfsögðu mun hún flytja ýmislegt annað af sínum frábæra ferli og því má búast við mikilli tónlistarveislu í Eldborgarsal Hörpu mánudaginn 17 ágúst.



Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696