Jesus Christ Superstar - aukatónleikar í Eldborg
Vegna frábærra viðbragða og mikillar eftirspurnar verða aukatónleikar á Jesus Christ Superstar í Eldborg, Hörpu, laugardaginn 16. maí.
Á Skírdag og Föstudaginn langa, flutti margt af öflugasta tónlistarfólki landsins vinsælustu rokkóperu allra tíma þegar tónleikaútgáfa Jesus Christ Superstar eftir Andrew Lloyd Webber og Tim Rice var færð upp í heild á sviði Eldborgar í Hörpu og í Hofi á Akureyri.
Viðbrögð tónleikagesta, sem fylltu þessa stóru sali í fjórgang, voru með ólíkindum. Hér má sjá nokkur af hundruðum umsagna á Facebook í kjölfarið:
“Frábær sýning, er ennþá með gæsahúð!!”
“Mögnuð upplifun, Takk endalaust, fyrir og leyfa okkur að njóta.”
“Takk fyrir okkur, þetta var magnað, sýning enginn má missa af!”
“Ógleymanlegt kvöld, takk fyrir mig!”
“Þetta var stórkostlegt. Gæsahúð, tár og allur pakkinn.”
“Ég er ennþá að jafna mig eftir þessa stórkostlegu tónleika.”
“Takk fyrir flottustu sýningu sem ég hef séð.”
“Yndislegir tónleikar - þvílíkar hæfileikar og "galdrar" hér á ferð!”
“Ég er orðlaus...skeður ekki oft Takk kærlega fyrir þessa frábæru upplifun.”
“Svona á að gera þetta! Frábært show.”
“Geggjaðir tónleikar.... 13 af 10 mögulegum!!!!”
Söngvarahópinn skipa:
Eyþór Ingi - Jesús
Þór Breiðfjörð - Júdas
Ragga Gröndal - María Magdalena
Björn Jörundur - Pontíus Pílatus
Jóhann Sigurðarson - Kaíafas
Ólafur Egilsson - Heródes og Annas
Magni Ásgeirsson - Pétur postuli og Símon vandlætari
ásamt Kór Lindakirkju undir stjórn Óskars Einarssonar
Hljómsveit:
Friðrik Karlsson - gítar og tónlistarstjórn
Einar Þór Jóhannsson - gítar
Benedikt Brynleifsson - trommur og slagverk
Eiður Arnarsson - bassi
Eyþór Gunnarsson - hljómborð
Jón Ólafsson - hljómborð
Vignir Þór Stefánsson - hljómborð
Leikstjóri - Selma Björnsdóttir
Lýsing - Magnús Helgi Kristjánsson
Hljóð - Gunnar Sigurbjörnsson