Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Nýjabrum í stofunni - Fjögur splunkuný tónverk eftir þrjú íslensk tónskáld

$
0
0

Tónskáldin Daníel Bjarnason, Haukur Tómasson og María Huld Markan Sigfúsdóttir hafa öll samið ný tónverk á árinu og verða þau frumflutt á þessum tónleikum í fallegri íbúð á Óðinsgötu með útsýni yfir kvosina.

Árni Heiðar Karlsson, píanóleikari, spilar öll verkin en í tveim þeirra fær hann til liðs við sig Grím Helgason, klarinettuleikara og Margréti Árnadóttur, sellóleikara. Fyrri tvö verkin, Grooves eftir Daníel Bjarnason og aequorum eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur eru skrifuð fyrir einleikspíanó og elektróník en hin tvö, Verse eftir Hauk Tómasson og Five Possibilities eftir Daníel Bjarnason eru fyrir píanó, selló og klarinettu. Að því síðasta undanskildu þá eru öll verkin frumflutt á þessum tónleikum en tríó Daníels, Five Possibilites, er samið árið 2014 og er nú flutt í fyrsta sinn á Íslandi. Verkin eru aðgengileg og um leið geysilega ólík og gefa tónleikagestum innsýn inn í hinn fjölbreytta heim nýrrar tónlistar á Íslandi í dag.



Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696