Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

200.000 naglbítar og Lúðrasveit verkalýðsins - Tónleikar

$
0
0

Á því herrans ári 2007 tóku 200.000 naglbítar og Lúðrsveit verkalýðsins saman höndum. Útkoman var samnefnd plata og heimildarmynd um verkefnið sem var gríðarstórt og umfangsmikið. Sveitirnar héldu auk þess þrenna tónleika saman.

Platan og tónleikarnir fengu frábæra dóma og platan m.a. talin með 100 bestu plata aldarinnar í bók Dr. Gunna um efnið.

Bestu lög 200.000 naglbíta voru útsett fyrir stóra lúðrasveit og mikið lagt í verkeið. Lögin eru stór rokklög og búið að stækka þau enn frekar með 50 manna lúðrasveit og stórri slagverksdeild.

Sveitirnar héldu tónleika í Gamla bíói, árið 2008. Þeir tónleikar eru að mati flestra sem til þekkja einir af bestu tónleikum 200.000 naglbíta. Lög eins og Láttu mig vera, Lítill fugl, Stopp nr. 7, Hæð í húsi, Vögguvísur fyrir skuggaprins og Hjartagull hafa öll vermt sæti vinsældarlista á Íslandi og verða flutt þetta kvöld ásamt þeim lögum sem voru á plötunni og fleirum til.

Gamla bíó er glæsilegur tónleikastaður. Selt verður í sæti og því takmarkað magn miða í boði.

200.000 naglbítar hafa lítið komið fram undanfarið og sennilega langt að bíða þess að þeir komi fram aftur með Lúðrasveitinni. 

Tækifærið er núna!



Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696