Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Toymachine - Tónleikar

$
0
0
Toymachine var stofnuð á Akureyri snemma árs 1999 af Jens Ólafssyni, Kristjáni Örnólfssyni, Atla Hergeirssyni og Baldvini Zóphoníassyni. Allir höfðu þeir starfað saman frá Janúar 1997 sem hljómsveitin Gimp. Mikil stefnubreyting varð á tónlist þeirra eftir að nafnið Toymachine var tekið upp og var fimmti meðlimurinn tekinn inn í hópinn skömmu síðar. Þar var Árni Elliott á ferð en hann kom inn sem DJ og meðsöngvari ásamt Jenna ásamt því að notast við ýmsa synthesizera í seinni tíð. 
Toymachine spiluðu á fyrstu Iceland Airwaves hátíðinni sem haldin var í flugskýli númer 4 á Reykjavíkurflugvelli í Október 1999 og það var þar sem útsendarar Bandarískra útgáfufyrirtækja komu auga á hljómsveitina fyrir alvöru og var þeim boðið að spila á hinum goðsagnakennda klúbbi CBGB´s í New York og fóru þeir tónleikar fram í Nóvember 1999. Þegar heim var komið spiluðu Toymachine á tveimur tónleikum til viðbótar. Þeir seinni sem voru ásamt Jet Black Joe í íþróttahöllinni á Akureyri árið 2001 reyndust vera síðustu tónleikar hljómsveitarinnar þar til nú. 
Toymachine er ein sú stærsta í gamla undirheimarokkinu á Íslandi sem stóð sem hæst um aldarmótin síðustu. Nú, 14 árum eftir síðustu tónleika ætla þeir að koma saman á Græna Hattinum í gamla heimabænum sínum Akureyri og fara yfir sögu sveitarinnar í tónum og máli. Er þetta eitthvað sem rokk aðdáendur mega ekki missa af og líta meðlimir sveitarinnar á þennan viðburð sem ákveðið uppgjör á gömlum fortíðardraugi. Flestir hafa þeir lítið verið í tónlistinni síðan Toymachine hætti að undanskildum Jenna sem hefur getið sér gott orð síðan sem einn fremsti rokksöngvari landsins og þá aðallega með hljómsveitinni Brain Police. Atli spilaði með Rúnari Eff þegar fyrsta plata hans FARG kom út árið 2008 á meðan Kristján hefur lítið spilað opinberlega. Sama má segja um Baldvin Z sem um þessar mundir er einn vinsælasti leikstjóri landsins eftir að mynd hans Vonarstræti kom út árið 2014. Þá hefur Árni Elliott verið viðloðandi tónlist að þónokkru leiti í Portúgal þar sem hann býr í dag. Árni hefur ekki enn staðfest komu sína á Græna Hattinn þann 11. Apríl en sú von lifir enn.

Vinsamlegast athugið

18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696