Við í AmabAdama spilum Reggae tónlist því hún lætur hamingju regn streyma um líkamann og sáir gleði fræjum í hjörtum mannsins, ekki veitir af í heimi sem er í svartholi peninga og græðgi. Það þýðir nefnilega ekki að láta neikvæð öfl ná yfirhöndinni á lífinu, eftir 2000 ár verður gullöld mannkynsins, við huggum okkur við það. Við viljum tryggja barnalán fyrir komandi kynslóðir þurfum við að greiða leið, hjálpum þeim að hjálpa börnum sínum. Elskum börnin. Elskum hvort annað. Við trúum á eitthvað annað en það sem engu máli skiptir. Það er líf útum allt í alheiminum.
Vinsamlegast athugið
18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.