Tíunda Hammondhátíð Djúpavogs fer fram dagana 23.-26. apríl 2015.
Hammondhátíð hefur rækilega stimplað sig inn sem ein af áhugaverðustu tónlistarhátíðum landsins. Hún hefur það að meginhlutverki að heiðra og kynna Hammondorgelið en hefur það ekki síður að markmiði að bjóða upp á þétta, fjölbreytta og umfram allt metnaðarfulla tónlistardagskrá fyrir landsmenn alla.
Við erum svakalega stolt af dagskránni í ár og teljum hana uppfylla allt ofantalið og meira til, frá ungstirnunum í AmabA damaA til goðsagnanna Magga Eiríks og Pálma Gunnars – og allt þar á milli. Það finna allir eitthvað við sitt hæfi.
Til að byrja með verða eingöngu heildarmiðar í boði – við munum svo setja miða á staka viðburði í sölu fljótlega, nánar auglýst síðar.
Verið hjartanlega velkomin á Hammondhátíð Djúpavogs!
Vinsamlegast athugið
18 ára aldurstakmark er á fimmtud. föstud. og laugardeginum, nema í fylgd með fullorðnum.