Karlakórinn Hreimur & Ljótu Hálfvitarnir
Í tilefni af 40 ára starfsafmæli þingeyska karlakórsins Hreims taka þeir höndum saman með gleðisveitinni þjóðþekktu Ljótu Hálfvitunum sem eiga ættir sínar að rekja til sömu sýslu.
Karlakórinn Hreimur byrjaði sem bændakór en hefur í gegnum árin þróast og er í dag skipaður mönnum á öllum aldri sem koma frá ýmsum starfstéttum og koma menn keyrandi allt að
80 km leið á æfingar.
Ljótu hálfvitana þarf vart að kynna en þeir eru þekktastir fyrir líflega og skemmtilega sviðsframkomu.
Á efnisskrá verða alkunn karlakórslög í bland við lög þeirra Hálfvita og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Stjórnandi: Steinþór Þráinsson
Undirleikari: Steinunn Halldórsdóttir
Einsöngvari: Ásgeir Böðvarsson
Við lofum góðri skemmtun, og ef þú ert ekki hálfviti þegar þú kemur verðurðu hálfviti þegar þú ferð!