Nýárstónleikar og dansleikur í Iðnó
Hljómsveitin Salon Islandus ásamt Hönnu Dóru Sturludóttur sópransöngkonu og Davíð Ólafssyni barítónsöngvara heldur nýárstónleika í Iðnó föstudaginn 16. janúar 2015 kl. 20.00. Leikin verður sívinsæl Vínartónlist fram að hléi en síðan verður gólfið rutt og tónleikagestum boðið að dansa við ljúfa tóna söngvara og hljómsveitar í rúman klukkutíma.
Salon Islandus skipa Sigrún Eðvaldsdóttir og Zbigniew Dubik á fiðlur, Bryndís Halla Gylfadóttir á selló, Hávarður Tryggvason á kontrabassa, Martial Nardeau á flautu, Sigurður I. Snorrason á klarínettu, Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó og Pétur Grétarsson á slagverk.
Veislustjóri verður Davíð Ólafsson, óperusöngvari með meiru.
Miðaverð er kr. 6000