Leikfélag Akureyrar frumsýnir hið fyndna og undursamlega verk Lewis Carroll „Lísu í Undralandi“í nýrri leikgerð Margrétar Örnólfsdóttur með tónlist eftir dr. Gunna í Samkomuhúsinu í lok febrúar 2015. Leikstjóri er Vignir Rafn Valþórsson. Sigríður Sunna Reynisdóttir hannar leikmynd og búninga. Með hlutverk Lísu fer Thelma Marín Jónsdóttir. Önnur hlutverk eru í höndum Benedikts Karls Gröndal, Sólveigar Guðmundsdóttur og Péturs Ármannssonar. Auk þess taka sex ungir leikarar af norðurlandi/Akureyri þátt í sýningunni.
Frumsýning verður 26. febrúar 2015.