Chopin og Nielsen
Makedóníski píanósnillingurinn Simon Trpc?eski hefur verið í hópi fremstu píanóleikara Evrópu síðasta áratuginn en sækir nú Ísland heim í fyrsta sinn. Hann hefur leikið einleik með flestum helstu hljómsveitum heims og hlotið fjölda verðlauna fyrir hljómdiska sína sem hann hljóðritaði fyrir EMI. Hér leikur Trpc?eski fyrri píanókonsert Chopins, sem tón- skáldið samdi aðeins tvítugur að aldri. Tónlistin er sérlega fögur og ljóðræn, en í lokaþættinum bregður fyrir fjörugum pólskum þjóðdansi.
Árið 2015 verða liðin 150 ár frá fæðingu Carls Nielsen. Sinfóníur þessa þjóðartón- skálds Dana eru á efnisskrám hljóm- sveita um allan heim enda eru þær vitnisburður um frjóan og frumlegan stíl höfundarins. Sú fimmta er vinsælust þeirra allra og hljómar hér í túlkun finnska stjórnandans Pietari Inkinen, sem hefur margsinnis stjórnað SÍ við mjög góðar undirtektir áheyrenda.