Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

AmabAdamA - Tónleikar

$
0
0
Reggísveitin AmabAdamA sló rækilega í gegn síðastliðið sumar með smellinum „Hossa hossa“. Þau skrifuðu í kjölfarið undir plötusamning við Record records útgáfufyrirtækið og kom fyrsta plata sveitarinnar, Heyrðu mig nú, út þann 6.nóvember síðastliðinn bæði á geisladisk og vínyl. Í tilefni af útgáfu plötunnar hefur hljómsveitin ákveðið að halda útgáfutónleika á Akureyri þann 19.desember á Græna hattinum. Það er vissulega ekkert betra en að fá smá sólskinsreggí í kroppinn í svartasta skammdeginu. Þetta verður veisla, þú veist það!

Vinsamlegast athugið

18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696