Söngur,gleði!
Stórsöngvararnir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Óskar Pétursson frá Álftagerði ásamt fjölda skagfirskra söngvara og hljóðfæraleikara að ógleymdum sameinuðum barnakór grunnskólanna flytja jóladagskrá í Menningarhúsinu Miðgarði, Varmahlíð í Skagafirði. Tónleikar þar sem Jólaandinn svífur yfir vötnum með hæfilegu magni af gríni og skemmtilegheitum.